<$BlogRSDUrl$>

13. nóvember 2003

Songur og pizza!!! 

Okkur tókt ágætlega að syngja fyrir Dabba kóng í dag. Mér hefur alltaf fundist Davíð vera frekar ljótur maður þegar hann er í sjónvarpinu, en svei mér þá ég held að hann sé ljótari þegar maður sér hann með berum augum. Við sungum hin geysi vinsælu lög, Enginn grætur íslending, La Belle (eða Mín er meyjan væna), og Vísur Vatnsenda-Rósu (eða Augun mín og Augun þín). Sem öllum finnst svo skemmtileg. Fólk, held ég, er komið með soldið leið á La Belle. Það er samt eitthvað við þetta lag sem er skemmtilegt. Veit ekki hvað það er. Synd að við skyldum ekki syngja Pilturinn og Stúlkan. Flott lag!!
Fórum svo á Hróa Hött og úðuðum í okkur pizzum, kóki og bjór. Misjafnlega mikið af bjór. ;)

Hrafnhildur vann miða á uppistand á Kringlukránni í kvöld. Hún hringdi á Rás 2 og vann tvo miða. Við erum svo heppin. Ég hringdi einmitt um daginn líka og vann miða á tónleika með Eivöru Pálsdóttur (borið fram "Ævör"). Mjög sniðugt svona gefa miða dót eitthvað á Rás 2. Sérílagi þegar maður er blankur.

Þið sem hafið áhuga á hundum (veit ekki alveg hverjir það eru í mínum vinahóp, en skítt með það), þá verða hvuttadagar í Reiðhöll Gusts helgina 22-23 nóv. næstkomandi. Þar verða hinir ýmsu hundaáhugamenn og konur að kynna sína tegund fyrir gestum og gangandi. Við Weimaraner (sem er eins og Gosi minn) eigendur ætlum að vera með bás og kynna þennan snilldar hund sem Weimaranerinn er. ;) Endilega kíkið við ef þið hafið áhuga. :)

11. nóvember 2003

AAAAARGHHHHH!!!!!!!! 

Ég var búinn að skrifa fullt af skemmtilegum hlutum þegar eitthvað gerðist í tölvunni, sem orsakaði það að allt datt út. PIRRR!!! :(

En ég var nú bara að tala um Ídol á stöð 2. Snilldar sjónvarpsefni, finnst ykkur ekki? Og Rubert í Survivor. Snillingur!!
Ég held að það séu tvö til þrjú sem koma til greina að vinni Ídol. Að mér finnst. Það er hún Jóhanna Vala og hann Helgi litli og jafnvel ljóshærði sjóara töffarinn frá Grindavík. Hvað finnst ykkur?

Talandi um sjónvarp. Fólk sem lætur stjórnast af því sem er í sjónvarpinu. Það er kannski eðlilegt með einstaka þætti. En þegar það eru heilu og hálfu dagarnir. Ég þekki svoleiðis fólk. Mjög skrítið. Kemst ekki í kvöld vegna einhvers í sjónvarpinu, kvöld eftir kvöld. Eða verður að vera komin heim fyrir einhvern ákveðinn tíma vegna einhvers sem er í sjónvarpinu. Skrítið.

Við Hrafnhildur fórum í bíó um daginn. Sáum loksins Kill Bill. Ætluðum að vera löngu búin að sjá hana, vorum allavega búin tala lengi um það. Snilldar mynd. Hlakka til að sjá Vol.2.
Nú svo er að styttast í Lord of the Rings. Ég fékk nú bara gæsahúð þegar ég sá trailerinn úr henni.

Háskólakórinn að syngja fyrir Davíð Oddsson og fleiri á einhverri verðlaunaafhendingu á fimmtudaginn, sem engin veit hvað er.
Gott í bili.!!! :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?