<$BlogRSDUrl$>

8. desember 2004

Frægt fólk 

Þeir sem hafa fylgst með blogginu mínu í einhvern tíma muna sennilega eftir því þegar ég var að segja frá frægu fólki sem var að koma til mín í Húsasmiðjuna. T.d. Björk, Jóhann Helgason, Grétar Örvarsson, Sigga Beinteins, Birgitta Haukdal og Hanni og margir fleiri. Ekki minkar það hér á selfossi. Um daginn leit Valgeir Guðjónsson við, Guðni Ágústsson rekur reglulega inn trýnið, enda á hann heima í nágrenninu. Forest Whittaker tók bensín hjá okkur í sumar. Robertino og fylgifiskar stoppaði í nærri hálftíma í sjoppunni daginn eftir tónleikana sína í Austurbæ. Einar Kárason. Svo náttla Hebbi og Hanni úr Skítamóral (bú líka báðir á selfossi).

Annars er bara gott að frétta af mér. Mjög gaman í söngnáminu. Mikið að gera hjá mér í desember í kórnum. Frestuðum því að syngja Messías fram í janúar. Aðventutónleikar verða 22 des í Selfosskirkju, allir velkomnir. :)

Leiðinlegt veðrið það sem af er vetri, ógeðslegt. Umhleypingar dauðans!!!


This page is powered by Blogger. Isn't yours?