<$BlogRSDUrl$>

16. september 2004

Jæja já!!! 

Nú er kórstarfið hafið að nýju. Það sem er leiðinlegast við það er að ég get ekki verið með í mínum elskulega Háskólakór. Sem ég er búinn að vera í fjóra vetur. :(
Ástæðan er sú að æfingar byrja hjá þeim kl.17:45. En ég er að vinna til klukkan sex á selfossi.
Ekki gott. Ég ætla nú samt að vera í kór, Samkór Selfoss. Þar eru æfingar bara einu sinni í viku, á þriðjudögum. En það er ekki Háskólakórinn!!! Hann er bestur!!!En ef að elsku bestu vinir mínir í Háskólakórnum vildu vera svo væn og elskuleg að færa fimmtudagsæfingarnar (vá langt orð) til klukkan hálf átta - átta þá gæti ég verið með. ;) ;) ;)
Ég frétti nebbnilega að HK ætlar að syngja inná disk í vetur. Og mér finnst ógeðslega ósanngjarnt að geta ekki verið með í því. Þar sem ég hef verið í kórnum svo lengi!!! :(

En ég fæ sennilega ekki neinu um þetta ráðið. En það má reyna. Ég vona að mér verði sárt saknað!!!

En Samkór Selfoss er nú sennilega samt svolítið spennandi. Það er kominn nýr kórstjóri, hann hérna....... hérna....... hvað heitir hann nú aftur..... eitthvað Reed. Hann var með Óperustúdíó Austurlands í fyrra. Hann er amerískur og talar nokkuð góða íslensku. En finnst íslenskan mjög fyndinn. T.d. kviður og kvíði fannst honum ótrúlega fyndið og jaxl og öxl og Böðvar og bölvar. :)

Hann ætlar að kenna okkur mikið að syngja. Og á fyrstu æfingunni þá tók hann kórinn svolítið í gegn. Ég komst tildæmis að því að í sópraninum er ekki ein kona sem er yngri en 45ára. :/
Og það að ég er sennilega yngstur. Sem er ekki gott, finnst mér!!! Félagslega allavega. :)

En þetta verður örugglega bara ágætis vetur!!!
This page is powered by Blogger. Isn't yours?