<$BlogRSDUrl$>

23. nóvember 2005

Bílar 

Allt í einu langaði mig til að telja upp bílana sem ég hef átt um ævina. :)

Fyrsti bíllinn minn var BMW 318i árg ´82 sem ég keypti árið 1993, minnir mig, þá átján ára gamall. Svo komu þeir í þessari röð!!!

BMW 323i ´81
LADA Samara ´87
Mazda 626 ´83
Opel Corsa ´96
Honda Accord ´88
Honda Accord ´95
Jeep Cherokee ´85
Ford BroncoII ´88
Subaru station ´87
Mitsubishi Pajero ´88
Ford Explorer ´91
Toyota Hilux ´91
Jeep Cherokee ´91

Það gerir 14 bíla. Það er nú bara dágott!!! :)

Næst segi ég kannski hvar ég er búinn að eiga heima!!! ;)

21. nóvember 2005

Það er þetta með skúrinn!!! 

Nú á ég tölvu og jeppa!!! ;)
Svo á ég líka gáfaðasta hund í heimi.

Þannig er mál með vexti að ég hef undanfarið leift honum að sofa uppí rúmi hjá mér.
En svo var ég að skipta á rúminu um daginn. Sem er nú kannski ekki í frásögur færandi, nema
hvað að ég vildi ekki fá hundin uppí hreint rúmið (eðlilega).
Um nóttina vaknaði ég þrisvar við það að hann þurfti af fara út. Jú jú ég auðvitað hleypti honum út, en hann þurfti ekki að pissa eða skíta.
Hann ældi eins og múkki í öll skiptin og át gras í gríð og erg (sem hundar gera ef þeim er
óglatt eða eitthvað að þeim í maganum). Nú af hreinni vorkunsemi leyfði ég honum að sofa til
fóta. Því hann virtist frekar slappur greyið.
Nú svo fer ég bara í vinnuna daginn eftir eins og lög gera ráð fyrir. Hann verður eftir til hjá ma og pa.
Ég kem heim um sexleitið eins og venjulega. Ég segi ma og pa hvað efði skeð um nóttina. Þau segja mér að hann hafi bara verið sprækur allan daginn. Eins og venjulega bara. Nú, eftir mat þá fer ég að glápa á sjónvarpið eins og oft áður. Ég er með sjónvarp við fótgaflin á rúminu mínu. Ég fer semsé uppí rúm að horfa á imbann og auðvitað vil ég ekki hafa hundinn uppí hjá mér. Skipa honum bara að leggjast í bælið sitt sem hann gerir.
Svo rétt seinna þegar ég sé hundinn labba eitthvað fram tek ég eftir því að hann er draghaltur og þegar hann stendur kyrr þá hlýfir hann vinstri framlöppinni. Og hann virðist vera frekar slappur eitthvað. Trýnið á honum var bæði þurrt og heitt. Sem er ekki venjan á hundi.
Nú, auðvitað leyfi ég honum að vera uppí hjá mér meðan ég horfi á sjónvarpið og auðvitað er hann þar alla nóttina. Þetta gerist náttla bara af hreinni vorkunsemi.
Manni þykir nú vænt um hundinn sinn. : )
Allt kvöldið tek ég eftir að hundurinn er draghaltur. Ég ákvað að þreyfa alla löppina uppúr og niðrúr en aldrei kveinkar hundurinn sér. Mjög dularfullt alltsaman.
Daginn eftir ef hundurinn algerlega óhaltur með ískalt og blaut trýni. Eins og hundar eiga að vera. Við fórum meira að segja í nokkurra tíma rjúpnaleit. Ekkert mál. Hundurinn í topplagi.

Þetta segir mér það að hann Gosi minn hefur gert sér upp veikindi til þess eins að komast uppí rúm til mín. : )

Hver segir svo að hundar hafi ekki rökhugsun!!!! ; )

This page is powered by Blogger. Isn't yours?