<$BlogRSDUrl$>

24. ágúst 2002

Vá!! Hvað ég var duglegur í dag (föst.). Hætti snemma í vinnunni og fór heim að taka til. Gríðarleg framtaksemi!!
Setti Metallica í spilaran og hækkaði vel. Og þegar sá diskur var búinn þá var Rammstein settur í staðinn. Dúndrandi tiltektar músík.
Svo var bara ryksugað, vaskað upp, þurrkað af, skúrað og klósettið þrifið. Fór svo aðeins og reddaði Gústavi úr vandræðum. Bíllinn hans var rafmagnslaus út í vinnu hjá honum. Hélt svo bara áfram að taka til. Ég er ekkert smá stoltur af mér. :) Var ekki búinn að taka til fyrr en um kl. 8 í kvöld. Þá tók maður sér bara sturtu, Biggi kom í heimsókn, horfðum á TV, ég fékk mér bjór og svo kom Ýrr, nokkuð vel í glasi. Það var nú skemmtilegt, því Ýrr er svo skemmtileg í glasi.
Eins og er er ég að spjalla við Láru á MSN. Hún er á næturvakt. Greyið!!

Djöfull og helvíti. Kallinn sem ég er að leigja hjá ætlar að selja húsið. Þannig, að ég og Gosi (hundurinn minn) erum að fara á götuna. Ég auglýsi hér með eftir þaki yfir höfuðið fyrir mig og hundinn. Hafið allavega augu og eyru opin.

22. ágúst 2002

Jæja gott fólk. Verður maður ekki að vera með í þessu líka þ.e.a.s blogginu. Nú getur maður farið að kvarta og kveina yfir hinum ýmsu hlutum. Nú eða lýst hrifningu minni á einhverju góðum hlutum.
Ég gæti t.d verið ótrúlega duglegur við að kvarta og kveina yfir lélegum bílstjórum í RVK. Nóg til af þeim. Og bara umferðarmenninguni í heild sinni.
Sjáum til hvað skeður.

Í dag var slysalaus dagur í umferðini, eða átti að vera það. Það tókst nú ekki betur en svo að það urðu allavega 6-7 árekstrar í Rvk í dag. Bara eitt "slys" þ.e.a.s. meiðsl á fólki.
Hverjum datt í hug að það væri hægt að stjórna því hvernær er slysalaus dagur og hvenær ekki. Þvílíkt fífl!! Það er eins og hann haldi bara að fólk sé að leika sér að keyra á.
Það verða alltaf einhverjir sem fara ekki varlega. Einhverjir sem eru að flýta sér. Hinn almenni borgari er ekkert að pæla í því hvort einhver kall útí bæ á fáránlega háum launum segji að í dag sé slysalaus dagur. Ef fólk er að flýta sér, þá er það að flýta sér. Vonar bara að það mæti ekki löggunni.
Íslenskir stjórnmálamenn, hvort sem það eru sveitarfélög eða ríki, eru skrítinn þjóðflokkur. Þeir eru alltaf að reyna að fela það "ljóta" í heiminum fyrir okkur. "Hey!! höfum slysalaust ísland árið 2005" eða "vímuefnalaust ísland árið 2007" nú eða "reyklaust ísland árið 2010". Tala nú ekki um "stripplaust ísland árið 2002". Fólk er fíf!!
Þetta er stundum bara pirrandi.
Það er svosem endalaust hægt að rugla um þetta. Ég bara nenni því ekki.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?