<$BlogRSDUrl$>

3. desember 2002

Þú heldur það Ýrr mín!!! Hér er komið næsta blogg!!! Múhahahaha!!!!!!!

Þessi helgi var nú nokkuð róleg. Við (Biggi, Ýrr og Hákon) gerðum heiðarlega tilraun til að fara að sjá Bond, James Bond. Uppselt!! Djöfuls!!
Sátum í staðin í einhverjum sófa í Vetrargarðinum í Smáralindinni og horfðum í kringum okkur. Fórum svo á videóleiguna og skoðuðum nokkrar myndir en ákváðum að við værum of þreytt til að horfa á video. Fórum bara heim að sofa. Vann svo frá 10-18 á laugard. Kíkti svo aðeins á Jólahlaðborð hjá Húsasmiðjunni nánar tiltekið klukku búðunum. Fór svo bara heim að sofa. Vaknaði eldhress á sunnudags morguninn og fór með Gosa í göngutúr. Hittum svo hluta af Weimaraner klúbbnum, sem var annsi gaman. Það voru tveir 4mánaða hvolpar þar með. Ótrúlega sætir. Gosi var einu sinni svona lítill og sætur, núna er hann bara sætur. ;)
Svo rétt náði ég uppí Háskóla til að fara syngja í "úbartið". Tókst nokkuð vel. Svo fór ég að vinna til kl. 18:00.


1. desember 2002

Já nei,nei,nei Ýrr búin að setja mig á dauðalistan sinn. Ekki gott!! :( Það er ekki mér að kenna að ég hef ekki bloggað lengi. Ég og nettengingar erum ekki vinir. Þeir tóku netið í vinnunni afþví að einhver hálfviti í áhaldaleigunni misnotaði það til helvítis. Og kallinn sem á húsið sem ég leigi, aftengdi öll númer í húsið. Helvíti og djöfuls!!


Annars er ekki svo mikið að frétta af mér. Fórum nokkur í sumarbústað um daginn á Flúðir. Ég tók ekki byssuhólkinn með eins og ég var búinn að segja áður.
Fín mæting, þ.e.e.a.s laugardeginum. Ég var einn á föstudagskvöldið, ásamt Gosa náttúrulega. Svo mættu, Solla og Sverrir, Guðrún Kristín og Hrefna, Óli frændi, Biggi, Hákon og Sigga. Þá var grillað og drukkið bjór svo auðvitað farið í pottinn. Þar var verið í fjóra tíma, allavega. Hver tók tíman??

Bronco (jeppinn) kominn í lag. Er til sölu ef einhver vill.

Læt þetta duga í bili, þangað til ég kemst í netið aftur!! ;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?