<$BlogRSDUrl$>

20. nóvember 2006

Tónleikar Vox Academica 

Aðventutónleikar Vox academica

Í Grafarvogskirkju,
föstudaginn 15. desember
klukkan 20:00

Kammerkórinn Vox academica fagnaði tíu ára afmæli sínu í haust sem leið og af því tilefni verða árlegir aðventutónleikar kórsins með sérstökum hátíðablæ. Flutt verða verkin  Magnificat eftir Johann Sebastian Bach og Messías eftir George Friedrich Händel.

Bæði verkin eru nátengd aðventunni og jólunum, enda lýsa þau boðun fæðingar frelsarans og tjá fagnaðarboðskap jólahátíðarinnar í sterku og margslungnu tónmáli þessara meistara barrokksins. Messías er mikið og langt verk en á tónleikunum verða fluttir þeir þættir verksins sem tengjast beint boðskap jólanna sjálfra, auk hins þekkta Hallelúja-þáttar. Magnificat Bachs verður flutt í heild sinni.

Flytjendur ásamt kórnum eru;

Jón Leifs Camerata

Hallveig Rúnarsdóttir, sópran
Lilja Eggertsdóttir, sópran
Sesselja Kristjánsdóttir, alt
Þorbjörn Rúnarsson, tenór
Ágúst Ólafsson, bassi

Miðaverð er kr. 3.000 við innganginn og 2.500 í forsölu. Miða er hægt að nálgast í verslununum 12 tónum við Skólavörðustíg og Tónastöðinni að Skipholti 50d. Einnig er hægt að kaupa miða í síma 899-7579 eða 864-5658 og hjá kórfélögum.

Stjórnandi og stofnandi Vox academica er Hákon Leifsson. Frekari upplýsingar um kórinn má finna á
www.habil.is/vox

This page is powered by Blogger. Isn't yours?