<$BlogRSDUrl$>

16. september 2002

Fín helgi!!! Fyrsta kórpartýið með öllu nýja fólkinu var á Gauknum á föstudagskvöldið. Frábær stemning!!! Mættu bara annsi margir. Skrýtið að fara í kórpartý þar sem maður þekkir ekki alla. :) En það er þá ekkert annað að gera en að kynnast fólkinu bara. Það getur nú verið hættulegt að dansa of mikið. Fæturnir tóku allt í einu völdin hjá mér í miðju dansilagi. Vildu allt í einu fara afturá bak. En búkurinn náði ekki að fara með þeim. Sem orsakaði að vinstra hné skall með miklu afli í gólfið og vinstri lófin líka. En það vildi ekki betur til en það að lófinn lenti á glerbroti. Sem kostaði skurð í lófan. En maður er nú karlmaður, fullur í þokkabót. Var eldsnöggur á fætur, svo snöggur að fólk hélt örugglega að þetta hefði verið bara hluti af "múvinu" !!! ;) Geðveikt kúl maður!!!!
Laugardagurinn fór nú mestur í þynnku. Auður og Mína buðu mér í heimsókn til Mínu. Í nýju íbúðina hennar Mínu. Svaka fín!!
Við Gosi fórum í göngutúr á sunnudag. Ég fékk svo langþráð símtal. Einhver að bjóða mér í mat. Sem var Björgvin bróðir. Fékk grillað svínakjöt og meðlæti. Ógesslega gott!!!! Í dag var svo fyrsti vinnudagurinn í nýrri vinnu. Hreinlætistækjadeild Húsasmiðjunar í Skútuvogi. Það felur í sér að selja blöndunartæki, vaska, sturtuklefa, baðkör, klósett og fylgihluti. Þetta er alveg ágætt held ég. Það kemur allavega í ljós. :)

Gott í bili!!!!! Sí jú!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?