<$BlogRSDUrl$>

7. ágúst 2004

Ferðasaga 

Jæja, Litli Brúnn var brilliant skemmtilegur að vanda. Drukkið og sungið eins okkur einum er lagið.

Verslunarmannahelgin var snilld. Fékk jeppann hans Bigga lánaðan. Þennan eðal Cherokee. Biggi er nebbnilega farinn til Ítalíu að læra ítölsku.
Allavega, við Hrafnhildur lögðum af stað snemma á laugardagsmorgun yfir Kjöl. Komum við í Hvítárnesi þar sem fyrsti skáli Ferðafélags Ísland er staðsettur. Byggður minnir mig um 1930. Og auðvitað er reimt í honum!!! ;)
Þaðan fórum við inní Kerlingarfjöll, skoðuðum gamla skíðasvæðið. Sennilega ómögulegt að stunda skíði þarna núna. Jökullinn er ekki orðin að neinu. En við lentum nú samt í hagléli, sem var það mikið að það varð nærri hvít jörð í nokkrar mínútur.
Keyrðum svo sem leið lá inná Hveravelli. Litum bara aðeins við þar. Keyptum okkur kalda kók og skoðuðum hverasvæðið!!! ;) Komum niður í Blöndudal um sexleitið, nokkru seinna komum við í Varmahlíð þar sem við tókum bensín og pumpuðum í dekkin (mjög gott ráð á jeppum að hleypa úr dekkjum á grófum malarvegum, mýkir bílinn mikið). Þar rákumst við á Eika bróður (bróðir Siggu Víðis) sem sagði að Sigga sjálf væri með honum. Skemmtilegt!!!
Hún ætlaði að vera eftir í Varmahlíð en Eiki bró hélt áfram. Ýrr ætlaði að koma og sækja hana. Því að Ýrr, Tinna, Lára og Margrét voru inná Bakkaflöt í tjaldi ásamt mökum og vinum. Við ætluðum hinsvegar að fara til ömmu og afa Hrafnhildar sem eiga heima í Hávík mitt á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Þar var búið að elda fyrir okkur súpukjöt og kartöflur, soldið mikið feitt kjöt, sem endaði á því að ég fékk í magan af öllu saman. :(
Ekki gátum við vitað af kórfólki á Bakkaflöt öðruvísi en að kíkja við. Ma og pa voru þar líka. Ekki samt á fylleríi með kórfólki. ;)
Við vorum þar í smá stund. Ekki leiðinlegt það. Ég var að vísu ekkert að drekka því að við ætluðum að gista í Hávík og ég þurfti semsé að vera ökuhæfur. En gaman engu að síður.
Daginn eftir fórum við inná Sauðárkrók og þaðan að Hólum í Hjaltadal. Gaman að koma þangað. Gríðarlega saga á bak við staðinn. Kíktum svo á Hofsós, aðalega til að tékka á því hvort Shawn væri að vinna á Vesturfararsafninu, en hann var akkúrat í fríi þessa helgi. :(
Svo lá leiðin á Siglufjörð, líka gaman að koma þangað. Ótrúlega mikið af fólki á Síldarævintýrinu. Tjöld, fellihýsi og húsbílar útum allt. Á öllum mögulegum stöðum. Allstaðar þar sem hægt var að koma þeim fyrir.
Lágheiðin og Dalvík var næst á dagskrá. Þar býr hin amma Hrafnhildar og fleiri fjölskyldu meðlimir. Mjög fallegt á Dalvík. Það er eini bærinn við sjóinn, sem ég hef séð, sem er svona mikið gróinn. Það eru stór tré við flestar götur. Flestir sjávarbæir eru alveg snauðir af trjágróðri. Sem er frekar sorglegt. Einstaka runni við snyrtilegustu húsin.
Þá var farið að leita að tjaldstæði (sunnud.kvöld). Keyrðum inní Svarfaðardal og þaðan inní Skíðadal þar sem fjölskylda Hrafnhildar á nokkurskonar óðal, innst inní Skíðadal. Mjög fallegt. En þá uppgötvaðist að veskið hennar Hrafnhildar varð eftir a Pizza 67 á Siglufirði. Það var ekkert annað að gera en að fara og sækja veskið. Sennilega nærri 100km hvor leið. En falleg leið. Vorum ca. tvo og hálfan tíma fram og til baka með hálftíma stoppi. Fórum sjö sinnum í gegnum jarðgöng á einum og sama deginum. :) Fundum svo þetta eðal tjaldstæði í minni Skíðadals með útsýni út Svarfaðardal og út á Eyjafjörð. Daginn eftir ætluðum við að fara á Akureyri og yfir í Bárðardal og Sprengisand heim. En þá komumst við að því að snyrtibuddan hennar Hrafnhildar hafði gleymst í Hávík í Skagafirði. Í því voru gleraugun hennar og pillan og þessa háttar. Það var ekkert annað að gera en að sækja það. Það eru örugglega rúmlega 100km hvora leið. En við ákváðum þá bara að fara á Sprengisand uppúr Skagafirði. Samkvæmt Hálendishandbókinni er það talinn vera torleiðasta leiðin á Sprengisand. En sennilega er það vegna jökulár sem heitir Jökulkvísl sem er rétt áður en maður kemur að Laugafelli. Hún var soldið "skerí". Þannig að við ætluðum að bíða eftir jeppum sem ég tók fram úr á leiðinni. Þegar við vorum búinn að bíða í ca. korter og ekkert bólaði á jeppunum þá ákváðum við bara að láta að vaða, yfir vaðið!!! hehe :) Og gekk líka svona ljómandi vel. Fann ég þó aðeins að hann rann til. Þ.e.a.s straumurinn færði bílinn aðeins úr stað. Enda náði vatnið líka uppá hurðar straum megin. En þetta er bara gaman!!! :)
Gaman að koma í Laugafell. Þar er skáli Ferðafélags Akureyrar og flott hlaðin laug og góð búningaaðstaða. Fórum svo inná Sprengisandsleið og í átt að Nýjadal. Þar stoppuðum við aðeins til að teygja úr okkur. Nýidalur er við rætur Tungnafellsjökuls. Útsýnið var nú ekki mikið en veðrið var mjög gott, algert logn og jú maður sá í jökulinn. Svo var bara brunað suður Sprengisand áleiðis heim. Vegurinn var ný heflaður og gekk ferðin mjög vel.
Það verður nú að segjast að Sprengisandur er ekkert sérstaklega spennandi nema að útsýni sé gott. Þá sér maður Vatnajökul í allri sinni dýrð og einnig Hofsjökul.
Það er ótrúleg eyðimörk þarna uppi. Svartir sandar eins langt og augað eigir.
Stoppuðum í Hrauneyjum og fengum okkur hamborgara sem bar það skemmtilega heiti Strekkingur!!! Mæli með að fólk geri sér ferð þarna uppeftir og fái sér hamborgara í hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum. Það er malbikað alla leið!!! ;)

Við keyrðum 1358km í þessari ferð. Sem var ótrúlega skemmtileg!!!

Og ef Biggi les þetta þá eyddi Cherokeeinn minnst 13,5 og mest 15,5.
Hefði öruggega verið hægt að ná honum neðar. Örugglega undir 13ltr.
Hann eyðir náttla meira þegar maður hleypir úr. Svo vorum við að flýta okkur svolítið þegar við vorum að sækja hlutina sem gleymdust!!! :)


This page is powered by Blogger. Isn't yours?