<$BlogRSDUrl$>

20. desember 2003

Lelegur bloggari 

Úff. Ég er ekki að standa mig í þessu bloggi.
Ég er fluttur aftur á selfoss. Löng saga að segja frá því. Ætla ekki að segja hana hér. Það er fínt að vera á selfossi. Gosa mínum líður líka mjög vel þar.

Ég er kominn í frí framyfir jól. Sem er mjög gott. :)

Sigga Rósa frænka mín var að fá stúdentsprófið í dag. Ótrúlega dugleg. Hvílík veisla haldin hér í Grashaganum í kvöld. Fullt af fólki, mat og drykk. Aldeilis fínt. Hún fékk fullt af fínum gjöfum. Digital myndavél, fimm hálsmen, bækur, geisladiska o.fl. o.fl.

Litlu jólin hjá kórnum annaðkvöld (laugardag). Fyllerí og aftur fyllerí. Þetta er eitt af stóru partýunum hjá okkur. Hún Ásta Rut ætlar að hýsa okkur, sem er frábært mál. Í fyrra var það hann Helgi tenór sem hýsti okkur þá. Það var partý "mannanna". Endaði ekki fyrr en kl. 06:00.

Ég skal reyna að taka mig á í blogginu. Ég hef enga afsökun lengur. Ég ætla líka að reyna að setja fleiri myndir inná myndasíðuna. Ef ég þekki mig rétt þá verða þetta að megninu til myndir af Gosa og félögum. :)

Hey já Survivor maður!!!! Hún Sandra bara vann þetta. Væluskjóðan hún Lill klúðraði þessu algerlega í síðasta þættinum. Þegar spurningarnar komu frá kviðdómnum. Hún fór bara eitthvað að rugla um skáta og eitthvað. Aumingi!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?