<$BlogRSDUrl$>

25. desember 2002

Sorry, sorry, sorry elsku vinir mínir. Ég hef bara ekki komist í tölvu svo lengi. Ég hef ekkert getað bloggað!!

En allavega. GLEÐILEG JÓL allir saman!!!!

Ég hef nú ekki svosem ekki mikið að segja. Sit bara hérna í sveitinni eyði símareikningnum hjá mömmu og pabba.!! ;) Sniðugt.
Jú ég eignaðist lítinn frænda um daginn, nánar tiltekið 17.des. Jón Garðar frændi og Nína voru að eignast sitt fyrsta barn, Jón Garðar átti eina stelpu fyrir að vísu. Þetta er fílhraustur strákur. Fæddist 16 merkur og 54 cm. Annsi hreint fínn. Svakalega sætur. Svaf nú að vísu bara þegar ég var í heimsókn.

Síðasta helgi var nú helvíti öflug. Aðalfundur hjá ÁDÍ (Áfengis og Drykkjufélag Íslands), var hann haldin á föstudagskvöldinu, heima hjá Erlu eins og síðast. Þaðan fórum við á Kaffibrennsluna, þar var okkur hent út vegna lokunar, færðum okkur yfir á Viktor. Mikið er það vondur staður, hann er svona blanda af Kaffi Reykjavík og Píanó barnum. Ekki gott!!! Mér fannst hann allavega ekki skemmtilegur.

Svo var HK (Háskólakórinn) að syngja jólalög á laugaveginum á laugardeginum frá kl 15:30 til 17:00.
Snilldar partý um kvöldið hjá Helga tenór. Þaðan fór ég ekki út fyrr en kl.06:30 var mér sagt!! ;) Algerlega frábært partý.
Svo sungið á laugaveginum á sunnudagskvöldið. Og kaffihús á eftir, minnir mig. ;) Var svo að vinna til kl.18:00 á mánudag (þorláksm.)
Nú og svo sungið á laugaveginum um kvöldið, gríðarleg stemning. Eins og má búast við á þessum stað á þessum tíma.
Fórum svo nokkur til Siggu Víðis niður í Rammagerð þar sem hún var að vinna, og sungum nokkur lög fyrir hana og viðskiptavini búðarinnar. Bjuggum svo til okkar eigin kaffihúsa stemningu heima hjá Helga tenór partýhaldara, drukkum kakó og koníak, eða bara kakó. Enduðum svo heimsóknina á að skúra hjá honum greyinu. Var eitthvað subbulegt eftir partýið. ;)

Svo eru bara komin jól!! Ég var svo saddur áðan (aðfangadagskvöld) að ég hélt að ég þyrfti ekki að borða framar. En núna er ég bara svangur aftur. Þetta er náttúrulega ekki í lagi.
Ég fékk rúmföt og bókina hans KK í jólagjöf og Heineken sokka, gula. Allt saman frekar næs!!

Jæja þetta er orðið gott í bili.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?