<$BlogRSDUrl$>

7. september 2002

Nú geri ég bara eins og Ýrr. Arrrrgh og pirrrrr og helvíti. Ég var búinn að skrifa rosa fína ferðasögu handa ykkur. Ég og þrír aðrir fórum nefnilega á Gæsa og Andaskitterí í vikunni. En fíflin og fyllibytturnar fyrir neðan mig settu eitthvað í sambandi hjá sér sem orsakaði að rafmagnið sló út. Og öll ferðasagan datt út.
Ég skrifa hana bara einhverntímann seinna þegar ég nenni því og hef tíma. Ég og Emilía erum að fara með Argos og Flugu í hundagöngu. Við ætlum að hittast nokkrir Weimaraner eigendur.

1. september 2002

Jæja, helgin að verða búin.

Föstudagur: Hvað gerði ég á föstudagskvöld?? hmmm, ég bara man það ekki, jú alveg rétt. Við Lára klára fórum á rúntinn. Hún kann að rúnta stelpan! Það er alveg ljóst. Fórum bara snemma heim.
Vaknaði eldhress á laugardag. Fór í "system bolaget" (ríkið). Tók svo til fyrir partýið sem ég hélt um kvöldið. Fékk mér svo bjór og beið eftir að fókið streymdi að. Biggi, Ýrr og Hákon komu fyrst. Svo kom Sigga ofurbeib með Signýu ofurbeibu með sér og með þeim Andrés töffari úr ölfusinu. Svo komu, ekki í réttri röð, Hóa, Heba og vinkona hennar, Auður sæta með Tinnu með sér, Gauji og vinur hans frá selfossi, Lára gella, Hrefna og þrjár ungar stúlkur með henni. Svo sá ég bregða þarna fyrir stelpu sem ég man ekkert hvað heitir eða hvaðan hún kom, minnir að hún hafi komið á vegum Ýrar. Síðan fylltist húsið af hressum strákum úr næsta húsi, mjög fínt bara. Eldhressir strákar. Svo var strunsað niður í bæ. Og haldið rakleiðis á Celtic Cross. Sem var mjög gaman, og þar dönsuðum við af okkur fæturna. Þar vorum við má segja alla nóttina. Við Sigga, Signý og Hákon fórum eitthvað niður í bæ svona undir lokin, en það endaði bara með því að stelpurnar fóru heim og ég fór aftur á Celtic, en þar var engin nema Lára, hitti svo Ýrr, Gauja og Hákon fyrir utan. Þá var bara strunsað heim.

Sunnudagur: Vaknaði um kl. 12:30 með hausverk dauðans. Horfði smá á Formúluna, tók allar tómu bjór og vín flöskurnar og henti þeim. Merkilegt, það var ekki neitt áfengi eftir í húsinu. Það er frekar óalgengt. Alltaf er eitthvað sem fólk skilur eftir, og nær ekki að klára áður en farið er bæinn. En ekki við, nei. Ekki meðlimir Háskólakórsins og þeirra vinir. Drykkjuhrútar allir með tölu!!! Hikk!!!! ;)
Skutlaði svo fötunum og meik dótinu hennar Siggu til hennar aftur. Hún gerir þetta soldið, að skilja föt eftir hingað og þangað. Ég held bara að hún vilja flytja til mín. Þetta var ekki bara eitt "fat" þetta var pils og peysa og skór. Hún er svakaleg hún Sigga. En við elskum hana öll. Það er ekki hægt annað. Frábær!!!
Fæ ég ekki prik fyrir þetta, Sigga? ;)
Svo reyndi ég að fá einhvern með mér á American Style, það endaði þannig að ég fór einn. Kíkti svo á Gústav, hann og bróðir hans voru eitthvað að tölvunördast. Hékk yfir þeim í smá stund. Fór svo heim, Gosi var orðinn svangur greyið. og hér er ég!!! Og nenni ekki í vinnuna á morgun. Djöfull vildi ég að maður þyrfti ekki að vinna. En vinnan göfgar manninn er það ekki? Það sögðu þeir í gamla daga.

Þetta var sneisa góð helgi!!!!
Gleðilega vinnuviku!!!!!!!!!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?