<$BlogRSDUrl$>

2. ágúst 2003

Verslunarmannahelgin!!! 

Ég þoli ekki að vera að vinna í dag!!! Það er alveg að fara með mig. Langar helst að fara bara út og skilja þetta allt eftir ómannað. Það er ekki rassgat að gera. Og líka þetta fína veður.
Svo er ég líka að fara í tveggja vikna sumarfrí!!! Þannig að það er ekki víst að ég verði neitt sérstaklega öflugur bloggari næstu tvær vikurnar!!! :)

Við Hrafnhildur ætlum að fara í Þrastarlundinn (Ákalund) hinn góða. Þar er félagsskapurinn andansmenn í útilegu ásamt nokkrum kórfélögum. Sigga Víðis, Gaui og Kristín, Ýrr og Auður, held ég.

Ég geri ekkert annað í vinnunni en að skoða Weimaraner síður. Fann þessa mynd á síðunni hjá Breska Weimaraner klúbbnum. Rosaleg massaður hundur!!! Svona eiga þeir að vera. Er nú ekki viss um að hann Gosi minn eigi eftir að verða svona. En kannski ef maður kemur honum í að synda eins og vitleysingur. Þeir massast af því.

29. júlí 2003

Lorem ipsum!! 

Þetta finnst mér snilld!!! Vissi ekki að þetta væri til. Kannski er maður bara svona vitlaus. Alltaf að læra eitthvað nýtt. :)

Djofull og helviti!!!! Muhahahaha!!! 

You approach Satan's wretched city where you behold a wide plain surrounded by iron walls. Before you are fields full of distress and torment terrible. Burning tombs are littered about the landscape. Inside these flaming sepulchers suffer the heretics, failing to believe in God and the afterlife, who make themselves audible by doleful sighs. You will join the wicked that lie here, and will be offered no respite. The three infernal Furies stained with blood, with limbs of women and hair of serpents, dwell in this circle of Hell.

The Dante's Inferno Test has banished you to the Sixth Level of Hell - The City of Dis!
Here is how you matched up against all the levels:
LevelScore
Purgatory (Repenting Believers)Very Low
Level 1 - Limbo (Virtuous Non-Believers)Moderate
Level 2 (Lustful)High
Level 3 (Gluttonous)Moderate
Level 4 (Prodigal and Avaricious)Moderate
Level 5 (Wrathful and Gloomy)Low
Level 6 - The City of Dis (Heretics)Very High
Level 7 (Violent)Moderate
Level 8- the Malebolge (Fraudulent, Malicious, Panderers)Moderate
Level 9 - Cocytus (Treacherous)Low

Take the Dante's Divine Comedy Inferno Test

Sniðug mynd!!!

28. júlí 2003

Fornarlomb Gosa!! 

Jæja góðan daginn. Þetta var hin ágætasta helgi.
Ma og Pa ákváðu að fara í útilegu um helgina sem er nú kannski ekki frásögu færandi, nema að þar sem ég bý heima hjá ma og pa fannst mér það afbragðs hugmynd að bjóða fólki heim á laugardagskvöldið. Grilla, drekka bjór og rauðvín og spila saman. Ekki var ég nú búinn að hringja í alla þegar mér var ljóst að mæting yrði frekar dræm. Þannig, að úr varð að Gaui og Kristín komu og grilluðu með okkur Hrafnhildi. Við spiluðum Trivial fram eftir nóttu. Leikar fóru þannig að Kristín rétt vann Hrafnhildi, Gaui í þriðja og ég í fjórða!! :( Ég hefði náð þeim ef spilið hefði verið aðeins lengra. Ég var kominn á skrið!! ;)
Á sunnudeginum fórum við Hrafnhildur í bíltúr uppí Þjórsárdal. Skoðuðum Þjóðveldisbæinn, þar var vinur hennar Hrafnhildar að vinna. Fórum svo innað Stöng og þaðan inní Gjá. Sem að mínu mati er einn af fallegustu stöðum landsins. Svo þegar við vorum að labba að bílnum aftur gerði þetta líka fína þrumuveður og eins og hellt væri úr fötu yfir okkur. Við brugðum á það ráð að hlaupa að bílnum, Gosa mínum fannst það nú ekki leiðinlegt. Fór auðvitað að hlaupa með okkur sem endaði þannig að Gosi kom á mikilli siglingu frá vinstri að okkur og beint á Hrafnhildi sem þeyttist svona hálfan meter uppí loftið og lenti á hnénu á stórum steini sem reif auðvitað stórt gat á hnéð á henni. Það var ekkert annað að gera en að bruna aftur á selfoss og uppá sjúkrahús og þar var saumað í hana þrjú spor!! Þannig fór um sjóferð þá!!! Og þannig verður hún að vera fram yfir verslunarmannahelgi. :( Greyið Hrafnhildur mín!!!
Hún ætlar að stofna félag sem heitir "Fórnarlömb Gosa". Mamma fær að vera forstýra, vegna þess að hún er sú fyrsta sem hann slasaði. Ég var búinn að segja frá því fyrr í blogginu mínu. En til að rifja upp, þá togaði hann hana út af pallinum heima, einhverja 2,5m þannig að hún lenti á öxlinni og sleit liðband!!!
Ég fæ ekki að vera með, vegna óvenju mikilli tengsla við geranda. Þó svo að ég hafi stundum verið stórslasaður eftir hundinn. Glóðurauga og þess háttar!!!
En það er gaman að þessu svona eftir á. Á meðan engin er alvarlega slasaður!!! ;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?