<$BlogRSDUrl$>

22. nóvember 2002

Alltaf bætist eitthvað við í þessum blessaða jeppa mínum. Þetta er alveg að hafast, að koma honum á götuna. Bara smá vandamál. Það lítur út fyrir að við höfum tínt boltunum (skrúfum) til að festa síðasta stykkið saman. Endalaust pirrandi!! :(
Svo ætlaði ég að skipta um kerti en þá kom í ljós að kertaþræðirnir eru ónýtir. Það eru snúrurnar sem gefa kertunum rafmagn svo að þau geti kveikt í bensínu. Ég þori ekki annað en að útskýra það sem ég er að tala um. ;) Maður fær bara skammir.


Ég ætla að liggja í potti alla helgina og drekka bjór, í sumarbústað á Flúðum. Verí næs!!!!!! :) Gríp kannski byssuhólkinn með mér og rölti á fjall til að tékka á hænsfuglum. Þetta verður snilld!!!

Ýrr og Lára klára spóka sig KöBen. Sennilega að drekka bjór ef ég þekki þær rétt!! Og ef þær lesa þetta meðan þær eru úti, þá ætla ég að minna Ýrr á það að tékka á Rocky horror picture show, á DVD, fyrir mig!!
Ég skil ekki hvað allir eru að skamma mig (aðalega Ýrr) fyrir að skrifa Köpen með "P". Það er miklu rökréttara. Þetta er stytting úr Kaupmannahöfn. Þar er "P". Eða er þetta stytting úr "Köbenhavn"? Þar kemur "Béið". Ég veit ekki. Ef ég segi að ég sé að stytta Kaupmannahöfn, þá hlýt ég að mega skrifa með "Péi". :) En hinir að stytta Köbenhavn.

19. nóvember 2002

Næst er bara núna!! Þurfti bara að endasendast í mat. Þetta var snilldar kvöld. Hildur, Bigga systir, gerði sér lítið fyrir og vann karokí keppnina. Söng Britney Spears lagið "Baby one more time" alveg lista vel. Þóra var gjörsamlega að vera í öðru sæti, það er ekki spurning. En það var aldrei tilkynnt hver var í öðru. Enda svosem ekki nauðsyn. Alltsaman alveg frábært. Við erum svo skemmtileg að það er engu öðru líkt. ;) Svaf svo til kl.14:00 á sunnudeginum. Og fann ekki fyrir þynnku. Sem er mjög gott!!! :)


Ég er alveg ótrúlega gleymin. T.d. á laugardagskvöldið þá spilaði ég Stál og Hnífur ásamt Gauja. Sem er nú kannski ekki frásögufærandi nema það að ég gleymi alltaf millikaflanum í þessu helvítis lagi. Það er bara þannig að ef ég spila lögin ekki í einhvern tíma þá bara gleymi ég þeim. Stál og Hnífur er ekki lag sem ég spila reglulega. Ég er með endalaust léleg minni. Þetta er sjúkdómur. Kallast Alzheimer Light!!! :)


Ég þarf að fá mér tvær vekjaraklukkur. Ég "snúsa" alltaf klukkuna mín til svona ca. 07:55. Ekki gott þar sem ég á að mæta í vinnuna kl.08:00. Þarf að stilla síman líka. Og hafa hann einhversstaðar þar sem ég þarf að standa upp. Þá kannski get ég asnast til að vakna fyrr. Því þó svo að ég sofi til kannski 07:45, og gæti náð því að mæta á réttum tíma, með því að hoppa í fötin og skrúppa trantinn, þá þarf ég að sinna Gosa. Hann þarf að fara út og gera þarfir sínar (er ekki fljótur að því). Ég þarf að gefa honum að borða (er fljótur að því en hann lengi að borða). Þannig að ég er dæmdur til að mæta of seint í vinnuna ef að ég sef aðeins yfir mig. Sem segir mér það kannski að ég ætti að vakna enþá fyrr en ég geri. Neeei!! djöfuls vitleysa. Hver nennir því. Það er svo gott að sofa!! :)

Jæja þessi fína helgi búin. Snilldar skemmtun á laugardagskvöldið. Háskólakórinn átti pleisið. Við sungum best, vorum best í "karokí " og dönsuðum best!!! ;) Verð að fara, skrifa meira næst!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?