23. júní 2004
Fótbolti o.fl.
Ég hef aðeins verið að fylgjast með EM í fótbolta, ekki beint það sem ég geri venjulega. En þetta er búið að vera doldið spennandi. T.d. leikur Frakka og Englendinga, leikur aldarinnar. Ótrúlegt klúður hjá Englendingum. Töpuðu 1-0 forystu í 1-2 í viðbótartíma sem bætt var við leikinn vegna tafa. Töpuðu leiknum semsé.
Og leikur Dana og Svía í gærkvöldi. Hann fór 2-2. Sem þýddi það að ítalir duttu út. Komust ekki í 8 liða úrslit. En hefðu Danir unnið 2-1 þá hefðu þeir sennilega komist áfram og sennilega líka ef Svíar hefðu unnið og líka ef þeir hefðu gert jafntefli 0-0 eða 1-1 en ekki 2-2 (eitthvað markahlutfall dæmi). En fyrst leikurinn fór svona þá komust bæði Danir og Svíar í 8 liða úrslitin. En ekki ítalir og Búlgarar.
Og eins og stóð á spjaldi hjá einum áhorfenda í stúkunni "Nordic victory 2-2". René kórfélagi minn er ekki alveg sáttur, hann er ítali. ;) hehe!!!!
Það er annaðhvort of eða van í þessu blessaða veðri hérna. Núna er rigning og sennilega snjókoma á hálendinu. En í gær var heitasti dagur í manna minnum. Sá heitasti í reykjavík síðan 2002.
Magnað.
Spáð rigningu um helgina og næstu daga. Sennilega lítil gas sala hjá mér. Annað en var í síðustu viku og um helgina. Ég fékk 40stk 9kg grillkúta (svona sem eru við öll grill) þriðjudagskvöld. Allir búnir á sunnudag. Eins og það er nú stutt á milli reykjavíkur og selfoss þá fékk ég gasið sem ég pantaði á mánudag núna rétt áðan. Tók tvo daga!! Magnað!! :)
Og leikur Dana og Svía í gærkvöldi. Hann fór 2-2. Sem þýddi það að ítalir duttu út. Komust ekki í 8 liða úrslit. En hefðu Danir unnið 2-1 þá hefðu þeir sennilega komist áfram og sennilega líka ef Svíar hefðu unnið og líka ef þeir hefðu gert jafntefli 0-0 eða 1-1 en ekki 2-2 (eitthvað markahlutfall dæmi). En fyrst leikurinn fór svona þá komust bæði Danir og Svíar í 8 liða úrslitin. En ekki ítalir og Búlgarar.
Og eins og stóð á spjaldi hjá einum áhorfenda í stúkunni "Nordic victory 2-2". René kórfélagi minn er ekki alveg sáttur, hann er ítali. ;) hehe!!!!
Það er annaðhvort of eða van í þessu blessaða veðri hérna. Núna er rigning og sennilega snjókoma á hálendinu. En í gær var heitasti dagur í manna minnum. Sá heitasti í reykjavík síðan 2002.
Magnað.
Spáð rigningu um helgina og næstu daga. Sennilega lítil gas sala hjá mér. Annað en var í síðustu viku og um helgina. Ég fékk 40stk 9kg grillkúta (svona sem eru við öll grill) þriðjudagskvöld. Allir búnir á sunnudag. Eins og það er nú stutt á milli reykjavíkur og selfoss þá fékk ég gasið sem ég pantaði á mánudag núna rétt áðan. Tók tvo daga!! Magnað!! :)
22. júní 2004
Jæja gott fólk!!
Er ekki kominn tími til að blogga svolítið? Ég held það bara!!!
Margt drifið á daga mína síðan ég bloggaði síðast, og það var nú ekki mjög merkilegt blogg.
Bara eitthvað "quiz".
Vinn orðið á selfossi. Hættur hjá Trésmíðaþjónustu Grétars í rvk. Vinn hjá Olís á selfossi. Nánar tiltekið Olísbúðinni. Sé alfarið um hana, innkaup afgreiðslu og þessháttar. Það er alveg ágætt. Seljum semsé útilegu, olíu, gas og bílavörur.
Vinnutími frá 9:00 til 18:00. Og aldrei um helgar. Sem er mjög gott. Og ágætlega borgað líka.
Sem er líka mjög gott. Þar sem ástæðan fyrir flutning mínum á selfoss var aðalega sparnaðaraðgerð.
Bý bara hjá ma og pa með hundinn, sem er svosem ágætt. Upp að vissu marki sko. Doldið lítið prævasí. Eins og gefur að skilja. Og náttla það að allir vinir mínir eru í bænum og minn ástsæli kór. Vont en það venst.
Talandi um kórinn. Þá fór ég með þessum umrædda kór til Slóveníu og Feneyja í maí. Bara
snilld, alger snilld. Vorum úti í ca 7 daga. Slóvenía er snilld. Hrikalega fallegt þar. Og ódýrt. Bjór kostaði útí búð kr.72.- íslenskar. Og á bar svona ca. 150 kall. Nota Bene 1/2 lítri. Eðalbjórinn Union. Mjög fínn bjór frá Slóveníu meira að segja lókalinn í Ljubljana sem er höfuðborg slóveníu.
Slóvenía er ekki stórt land. Það er um 20 þús ferkílómetrar (ísland
ca. 100 þús) og íbúafjöldi um 2 milljónir. Í höfuðborginni Ljubljana búa um 260 þús íbúar. Rétt færri en íslendingar. Skemmtilegar upplýsingar. :)
Feneyjar eru sér kapítuli fyrir sig. Þar er magnað að koma. Ekki ódýrt eins og Slóvenía. Það er eins og maður sé í risastóru safni þegar maður labbar um göturnar. Á veturnar er þetta eins og draugabær. Það búa ekki nema 60 þús manns þarna. Og næstum allir vinna við ferðaþjónustu. Enda hrikalega mikið af ferðamönnum þarna. Og dýrt eftir því. Vorum að borga svipað fyrir lítinn bjór og stóran hérna heima. Það er dýrt. Allt mælt í bjórum!!! hehe :)
Þetta er gott í bili. Ég ætla að reyna að taka mig á í blogginu!!! :)
Margt drifið á daga mína síðan ég bloggaði síðast, og það var nú ekki mjög merkilegt blogg.
Bara eitthvað "quiz".
Vinn orðið á selfossi. Hættur hjá Trésmíðaþjónustu Grétars í rvk. Vinn hjá Olís á selfossi. Nánar tiltekið Olísbúðinni. Sé alfarið um hana, innkaup afgreiðslu og þessháttar. Það er alveg ágætt. Seljum semsé útilegu, olíu, gas og bílavörur.
Vinnutími frá 9:00 til 18:00. Og aldrei um helgar. Sem er mjög gott. Og ágætlega borgað líka.
Sem er líka mjög gott. Þar sem ástæðan fyrir flutning mínum á selfoss var aðalega sparnaðaraðgerð.
Bý bara hjá ma og pa með hundinn, sem er svosem ágætt. Upp að vissu marki sko. Doldið lítið prævasí. Eins og gefur að skilja. Og náttla það að allir vinir mínir eru í bænum og minn ástsæli kór. Vont en það venst.
Talandi um kórinn. Þá fór ég með þessum umrædda kór til Slóveníu og Feneyja í maí. Bara
snilld, alger snilld. Vorum úti í ca 7 daga. Slóvenía er snilld. Hrikalega fallegt þar. Og ódýrt. Bjór kostaði útí búð kr.72.- íslenskar. Og á bar svona ca. 150 kall. Nota Bene 1/2 lítri. Eðalbjórinn Union. Mjög fínn bjór frá Slóveníu meira að segja lókalinn í Ljubljana sem er höfuðborg slóveníu.
Slóvenía er ekki stórt land. Það er um 20 þús ferkílómetrar (ísland
ca. 100 þús) og íbúafjöldi um 2 milljónir. Í höfuðborginni Ljubljana búa um 260 þús íbúar. Rétt færri en íslendingar. Skemmtilegar upplýsingar. :)
Feneyjar eru sér kapítuli fyrir sig. Þar er magnað að koma. Ekki ódýrt eins og Slóvenía. Það er eins og maður sé í risastóru safni þegar maður labbar um göturnar. Á veturnar er þetta eins og draugabær. Það búa ekki nema 60 þús manns þarna. Og næstum allir vinna við ferðaþjónustu. Enda hrikalega mikið af ferðamönnum þarna. Og dýrt eftir því. Vorum að borga svipað fyrir lítinn bjór og stóran hérna heima. Það er dýrt. Allt mælt í bjórum!!! hehe :)
Þetta er gott í bili. Ég ætla að reyna að taka mig á í blogginu!!! :)