<$BlogRSDUrl$>

11. apríl 2003

Dúndurfréttir verða í Borgarleikhúsinu 23.apríl n.k. Með Pink Floyd tónleika. Allir þangað. Miðasala hafin í Borgarleikhúsinu. Þetta eru skildu tónleikar. Þetta eru bara snillingar!!!

Svo var ég líka að fá aðrar fréttir, ekki alveg búinn að staðfesta þær. En ég var að heyra að AC/DC væru að koma til landsins í júlí. Og Radiohead líka einhverntíman í haust!!! Spennandi!!!!! :)

Hey kíkiði á þetta blogg. Mjög fyndið!! Þetta er kennari í FSU á Selfossi. http://erlingur.net/

Haldiði ekki að hann Gosi minn eigi 1.árs afmæli í dag!! Rosa stór strákurinn!!! :)

9. apríl 2003

Tók því að byrja að blogga!!! Nú á að fara færa mig aftur niður í Skútuvog, þá er ég ekki með neitt net!! :(
Það verður bara að hafa það. Maður fær ekki allt sem maður vill. Ég reyni nú kannski að virkja netið þegar ég fæ húsnæði.
Aldrei að vita. Bara miklu sniðugra að geta gert svona í vinnunni. Þá þarf maður ekki að borga neitt!! ;)

8. apríl 2003

Jæja gott fólk!! Nú er komið að því. Ég get bloggað!!! Veeei!! Ég stelst bara í vinnunni. Sniðugt. :)
Annars er svosem ekki neitt sérstakt að frétta af mér. Er húsnæðislaus eins og er, þannig að ef einhver veit um húsnæði (ódýrt) fyrir mig og Gosa (sem er hundurinn minn, ef einhver vissi það ekki). ;) Látið mig þá vita. Endilega!!

Nú er ég að vinna í Húsasmiðjunni í Hafnarfirði, var fengin að láni þangað í einhverja mánuði, ca.2.
Það er svosem ágætt, smá tilbreyting. Er þar í Lagnadeildinni, Áhaldaleigunni og múrefnadeildinni. Fjölhæfur ég!! :)

Þessi kór minn/okkar er búinn að meika það, tvisvar!!! Héldum líka þessa fínu tónleika í Langholtskirkju ásamt Vox academica. Ein fyrirsögnin hjá gagnrýnanda var "Frábær kórsöngur" og að við værum íslenskum Háskóla til mikils sóma!!! Geðveikt!!! :)
Svo vorum við með hádegistónleika í Norrænahúsinu um daginn. Þar sungum við Háskólakontetuna (hvernig er þetta skrifað?). Fullt hús, segi ég skrifa, fullt hús!!! Tókst alltsaman mjög vel, við Raggi brugðum á það ráð að setja krafttangir á pungin á okkur til að ná uppí B. Þannig að það klikkaði ekki!! Ekki mikið allavega!! :) Nema kannski að fjölskyldulífið verður ekki uppá sitt besta hjá okkur i framtiden. En Raggi er búinn að redda því.

Ég á bara hund!!

En það er sko ekkert bara!!! Frændi minn lýsti honum eins og mjög ofvirku barni. Hann reynir eins og hann getur að óhlýðnast mér. Ekki að ástæðulausu sem sem þessi tegund er sögð vera sú erfiðasta í uppeldi. Ég held að ég sé ruglaður. En þetta gengur bara vel, uppeldið þ.e.a.s!! :)
Fór með hann á sýningu um daginn. Gekk ekkert alltof vel hann vildi ekki hlaupa með mér í einn hring. Hoppaði bara og skoppaði eins og asni. Dómarinn gat ekki skoðað hann neitt að viti vegna óláta. Fékk bara 2.einkun á hann. Sem er auðvitað bara mér að kenna, ég var ekkert búinn að þjálfa hann í þessu. Systkyni hans fengu öll 1.einkun. Enda voru þau búinn að fara í alla sýningarþjálfunartímana.
En hann fékk voða góða umsögn samt, að hann væri mjög gott eintak. Þyrfti bara aðeins að hemja hann. Sagði að hann væri mjög líflegur!! Það er engin lygi!! :)

Þetta er gott í bili!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?