23. september 2002
Ég er búinn að komast að því að ég er frekar lélegur bloggari!! :/ Ég nenni ekki að setjast niður við tölvuna og skrifa. (sennilega kannski vegna þess að ég skrifa alltaf svo langan texta). Annars hef ég frekar lítið að segja sko. Nýja vinnan er bara fín, gaman á kóræfingum. Svo kom nýr, gamall félagi í kórinn. Íþróttaálfurinn hún Helga Jóna, sem var með okkur í hitteð fyrra. Fjáranum skemmtileg stúlka. Endalaust hægt að rugla í henni sko.
Þetta er fínt í bili. Ætla að kíkja á einn öllara með Bigga, Ýrr og Hákoni og kannski Gauja.
Bless í bili
Þetta er fínt í bili. Ætla að kíkja á einn öllara með Bigga, Ýrr og Hákoni og kannski Gauja.
Bless í bili