<$BlogRSDUrl$>

18. október 2002

Djöfull er línudans hræðilega hallærislegur dans!!!! Eins og allir vita eru Ýrr og Auður á línudansnámskeiði. Mér finnst þetta svoooo hallærislegt. Ég er samt ekki að segja að þessar elskur mínar séu hallærislegar, þ.e.a.s Auður og Ýrr. Þvert á móti!!! Þær eru ofurkúl og svakalega fallegar og sætar!!! En ég ætla ekki að skrá mig í línudansklúbbinn þeirra. Enda er mér ekki boðið. ;)

Hver vill kaupa gítar?
Epiphone (Gibson) kassagítarinn minn er til sölu. Alger eðal gítar. Svokallaður júmbó gítar. Sem þýðir að kassinn er stærri en venjulega. Hægt er að setja hann í samband við magnara. Paul McCartney hefur spilað á þennan gítar. Það er engin lýgi. Alveg satt.
Rosalega fallegur gítar!!! Bjalliði í mig ef þið vitið um einhvern sem vantar gítar. 822-6111

Haldiði að ég hafi ekki komast að því að ég get komist á netið í vinnuni. Alger snilld!!! Það er að vísu ekki vel liðið, en skítt með það!! :) Ég sit hérna við tölvuna og þykist vera að panta eða eitthvað!! ;) En allavega!! Ég skrapp á rjúpu um daginn, nánar tiltekið á þriðjudaginn. Við (þ.e.a.s ég og Gústav), ákváðum að skella okkur uppá Lyngdalsheiði, Gjábakkahraun og Skjaldbreið. Við vorum komnir uppeftir um kl. 0600 um morgunin. Þegar við mættum á staðinn, hefðum við alveg eins geta verið á laugaveginum. Þvílík traffík!!! Og til að bæta gráu ofaná svart, sást ekki ein einasta hæna. En veðrið bætti þetta nú allt upp. Þvílík blíða. Við sáum alla leið til Borgarfjarðar úr hlíðum Skjaldbreiðs. Það var ótrúlegt. Í svona veðri skiptir ekki nokkru máli hvort maður nái að skjóta einhverjar hænur eða ekki. Þær eru vondar hvort eð er!! Er mér sagt. Ég hef aldrei smakkað svona hænur, bara venjulegar hænur.
Skrítið þetta skólafólk. Eftir að kóræfingatíminn breytist í frá 18:00 til 20:00. Þá nennir eða getur engin gert neitt. Það leið varla sú fimmtudagsæfing að við kíktum ekki á kaffihús eða eitthvað. En núna þegar við erum búin kl.20:00. Þá eru allir að læra eða eitthvað.
Skrítið fólk þetta skólafólk!!! ;)
Ég sá vonda mynd í gær!! Man ekkert hvað hún heitir. Hún fjallaði um drauga í Luvre, (ekki alveg viss um að þetta sé skrifað rétt), safninu í París, var meira að segja á frönsku. Það kunna fleiri en íslendingar og bandaríkjamenn að búa til vondar myndir. ;)
Önnur vond mynd sem ég sá um daginn. "The Magestic" með Jim Carrey. VOOOOOOND!!!! mynd!!!
Tala nú ekki um "Crossroads" með Britney. Sem ég sá með Ýrr og Auði um daginn. Úfff!!!! svakalega slæm!!!
Var kannski soldið fyrir augað. Hún snérist soldið um að sýna kroppin á Britney. Ekki slæmt það svosem!! ;)
Jæja best að fara að hætta að þykjast panta, fer að verða grunsamlegt!!!
Bæ í bili!!!!

14. október 2002

Jæja loksins, loksins, kominn inná netið. Ekki nóg með það að síminn hafi verið lokaður. Heldur er músin á tölvunni minni ónýt. Það gerist ekkert þegar ég hreyfi hana. Helv... drasl.
Háskólakórinn var í æfingarbúðum um helgina. Fórum í Hlíðardalsskóla, sem er rétt hjá Þorlákshöfn. Alvega gríðarlega gaman eins og gefur að skilja. Mikið sungið og enþá meira drukkið. Það gekk ýmislegt á.
Ég ætla að láta þetta duga í bili. Ég er bara í tölvunni hjá Gústavi. Ég skrifa meira þegar tölvan mín er komin í lag!!!
Bless í bili!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?