<$BlogRSDUrl$>

8. júlí 2003

Þetta var fín helgi. Fór til Víkur í afmæli til Hrefnu og Þorgeirs. Sem haldið var á laugardagskvöldið. Ég fór að vísu til Víkur á föstudagskvöldið, ásamt Emilíu, Gústavi, Hrafnhildi, Gosa og Flugu. Þá var blíða í Vík.
Sötruðum nokkra bjóra til að róa okkur niður eftir ferðalagið. Tókum upp gítarinn og sungum doldið!!!
Vöknuðum daginn eftir um hádegisbil, þá var ekki gott veður. Hífandi helvítis rok og rigning!!! Svona týpiskt Mýrdals veður!!! En það stoppaði okkur í að fara í göngutúr og að leggja okkur aftur!!
Drifum okkur svo í afmæli til hjónana, sem haldið var í Reynishverfi rétt fyrir utan Vík.
Og ekki að spyrja að myndarskapnum hjá þeim skötuhjúum. Allt voða fínt skreytt og svona. Bolla og allt!!!
Nú svo var bara grillað og drukkið og drukkið og drukkið. Hrafnhildur á heiðurinn að því að fara fyrst að sofa!! ;) En, ég, Emilía og Hrefna fórum ekki að sofa fyrr en um kl 07:00 Úff!! Og vaknað um kl.11:30 ótrúlega lítið þunnur. Kannski bara aðalega fullur enþá. Drifum okkur samt til Víkur aftur og fengum okkur hamborgara á Halldórskaffi, sem var bara nokkuð góður. Lögðum okkur svo heima hjá mömmu hans í nokkra tíma, svo maður væri í ástandi til að keyra heim.
Nokkuð fín helgi. Veðrið hefði mátt vera betra!!!

Litli Brúnn um þar næstu helgi. Verður spennandi að vita hvort það verði rigning, þriðja árið í röð!!!
En skiptir engu, Litli Brúnn er alltaf skemmtilegur!!!!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?