<$BlogRSDUrl$>

3. október 2003

Undur og Stormerki!!!! 

Sigga "snillingur" Víðis farin að blogga. Við bjóðum hana velkomna. Hún ætlar að segja okkur frá ferðum sínum í framandi löndum. Það verður gaman.

Hér sit ég heima hjá Gústavi vini mínum og skoða póstinn minn og reyna að blogga svolítið, svo maður verði ekki gerður útlægur úr vinahópnum. :/ (Þar kemst ég á netið).

Ferðaklúbburinn Roza ætlaði í sína árlegu haustferð um næstu helgi. Minn bara sérlega spenntur fyrir því. Þarf ég að flýja út í bíl um miðja nótt vegna þess að stór og mikill maður hrýtur svo mikið og er nakinn í þokkabót. Nú eða, lendi ég í slagsmálum vegna þessa að ég bjargaði manni frá drukknun? Það er spurning hvað skeður í þessari ferð. Sú síðasta var annsi hreint spennandi. (Sjá gömul blogg)
Þarf að vísu að fá lánaðan jeppa til að komast með. En minn reddaði því. En svo komu upp einhverjar raddir um að hætta við. Mér líst nú ekkert sérstaklega vel á það. Við Óli frændi og einhverjir fleiri ætlum þá bara að fara eitthvað sjálfir. Það verður gaman. Upphaflega planið var að reyna að komast inní Hrafntinnusker. Það gæti alveg verið ófært vegna snjóa.
Við sjáum til.
Æfingabúðir helgina þar á eftir. Frábært!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?