7. nóvember 2002
Djöfull er leiðinlegt að vera veikur!!! Ég fór heim úr vinnunni á miðvikudaginn í síðustu viku, veikur. Asnaðist svo til að fara að vinna á laugardaginn. Fór út að borða í boði Húsasmiðjunnar um kvöldið, endist ekki mjög lengi þar. Fylltist af kvefi þarna um kvöldið. Fór svo á selfoss á sunnudeginum. Svo þegar ég vaknaði á máunudagsmorgun var ég miklu veikari en ég var fyrir helgina. Æðislega sniðugt!! :( Ég fer nú í vinnuna á morgun. Þetta er ekki hægt til lengdar. Fer og kaupi mér vítamín!!!!!! Gosa fannst þetta nú ekki mjög skemmtilegt. Hanga inní í marga daga og fá ekkert að leika eða hlaupa. Svakalegt.