3. maí 2003
Djöfull eru þessar komandi kosningar farnar að fara í taugarnar á mér. Það er ekki hlustandi á útvarp né horfandi á sjónvarp fyrir kosninga áróðri. Mér finnst þetta bara leiðinlegt. Meira að segja tilveran.is er full af þessu. :(
2. maí 2003
Andskoti og helvíti!!! Síðasta blogg kom ekki inn. :(
Ég man ekkert hvað ég skrifaði!!!
Ég sá snilldar barmmerki um daginn. "Davíð í herinn og herinn burt!!!" Alger snilld!!!
Haldiði ekki að hann Gosi minn hafi náð að setja mömmu í fatla. Það var alveg óvart hjá honum.
Mamma var að passa hann fyrir mig einn daginn og fór með hann út til að pissa. En ákvað að setja hann í langan spotta í stað þess að vera með hann í taumi. Svo þegar hún vara búin að koma spottanum í hann, hélt minn bara að hann væri laus og rauk af stað eins og venjulega. Nema, mamma var föst í hinum endanum og flaug út af pallinum og einhverja metra út á grasið, og lenti á öxlinni. Hún fór til læknis og fékk fatla. En sem betur fer er hún að verða nokkuð góð. Ekkert brotið eða svoleiðis. Eitthvað tognað illa.
Ótrúlegur kraftur í þessum blessaða hundi.
Ég srifaði örugglega eitthvað meira en þetta. Man bara ekki hvað.
Af mér er svosem ekki mikið að frétta. Bý bara á selfossi hjá ma og pa. Fínt að vera á selfossi í sveitasælunni. Rólegt og þægilegt.
Verst að vera að vinna í Rvk. Ekkert mál að keyra þetta, er bara svolítið dýrt. Sérílagi á Bronco. Ekki sparneytnasti snattbíll sem völ er á. En eðalvagn að öðru leiti. Eins og ég sagði við svíana þegar ég bauð þeim í bílinn minn. "Hann er gamall, skítugur, lyktar illa og er alltaf bilaður. En kemst töluvert!!" :)
Gott í bili. Vonandi kemst þetta inn núna!!
Ég man ekkert hvað ég skrifaði!!!
Ég sá snilldar barmmerki um daginn. "Davíð í herinn og herinn burt!!!" Alger snilld!!!
Haldiði ekki að hann Gosi minn hafi náð að setja mömmu í fatla. Það var alveg óvart hjá honum.
Mamma var að passa hann fyrir mig einn daginn og fór með hann út til að pissa. En ákvað að setja hann í langan spotta í stað þess að vera með hann í taumi. Svo þegar hún vara búin að koma spottanum í hann, hélt minn bara að hann væri laus og rauk af stað eins og venjulega. Nema, mamma var föst í hinum endanum og flaug út af pallinum og einhverja metra út á grasið, og lenti á öxlinni. Hún fór til læknis og fékk fatla. En sem betur fer er hún að verða nokkuð góð. Ekkert brotið eða svoleiðis. Eitthvað tognað illa.
Ótrúlegur kraftur í þessum blessaða hundi.
Ég srifaði örugglega eitthvað meira en þetta. Man bara ekki hvað.
Af mér er svosem ekki mikið að frétta. Bý bara á selfossi hjá ma og pa. Fínt að vera á selfossi í sveitasælunni. Rólegt og þægilegt.
Verst að vera að vinna í Rvk. Ekkert mál að keyra þetta, er bara svolítið dýrt. Sérílagi á Bronco. Ekki sparneytnasti snattbíll sem völ er á. En eðalvagn að öðru leiti. Eins og ég sagði við svíana þegar ég bauð þeim í bílinn minn. "Hann er gamall, skítugur, lyktar illa og er alltaf bilaður. En kemst töluvert!!" :)
Gott í bili. Vonandi kemst þetta inn núna!!
28. apríl 2003
Rosalega er erfitt að eiga vini sem eru í háskóla!!! Maður reynir að fá þetta lið með sér á kaffihús á afmælisdaginn manns, jú jú allir voða áhugasamir og óska manni til hamingju með daginn og allt það!! En það voru hvorki meira né minna en fjórir vinir mínir sem dissuðu mig á afmælisdaginn. Allir voða duglegir að læra!! Og þeir sem komu voru bara í klukkutíma eða eitthvað!!
En ég er ekkert sár!! Alveg satt!!! Ég skil þau voða vel. Enda eiga þau að vera dugleg. Nógur tími til að hitta mig!!! ;)
Ég fékk ammælis gjöf. Auður, þessi elska, gaf mér "Bókina um bjórinn" og geisladisk, "Belly Dance"(næ ekki alveg meiningunni með magadans disknum, gæti verið að henni fynnist ég bara með svona magadanslegan maga). Sem ég gleymdi að sækja til hennar í dag. Ég lét hana taka gjöfina í bílinn sinn svo að ég myndi ekki tína henni á Hverfisbarnum. Ætlaði svo að sækja hana til hennar í dag. En gleymdi því eins og asni!!!
Lásuð þið um strákana sem voru teknir á 190 í Ártúnsbrekkunni. Með nokkura vikna eða mánaða gamalt skírteini. Þvílíkir hálfvitar!!!
Og nota bene báðir á bílum frá foreldrum sínum. Allavega annar!! Afhverju eru foreldrar að lána 17 ára börnum fleiri hundruð hestafla bíla. Það er náttúrulega ekki lagi með svoleiðis fólk. Svo ættu náttúrulega að vera reglur um hvað ungir ökumenn mega keyra kraftmikla bíla. Eins gert er með mótorhjól. 17ára krakkar hafa ekkert með að keyra bíla sem eru kraftmeiri en 110hö.
17ára strákar kunna bara ekki rassgat að keyra. Þeir halda það. Ég hélt það nú aldeilis maður, þetta var nú ekki mikið mál. En í dag þegar maður husgar aftur í tíman, ótrúlegt hvað maður gat verið vitlaus ökumaður. Ég hef nú keyrt eins og fífl alla ævi. Verið á kraftmiklum bílum og keyrt þá eins og svín. En maður verður nú aðeins að hugsa. Ég er alveg á því að þeir sem eru að leika sér á bílum með því að keyra svolítið glæfralega, læri töluvert mikið af því. En það verður að gera það á réttu stöðunum. Ekki þar sem er umferð og ekki vera með bílinn fullan af fólki. Og vera með gemsan með sér, svo maður getur hringt ef eitthvað kemur uppá. ;)
Snýst um það að tryggja það að ef eitthað kemur uppá að sem fæstir slasist og skemmdir verða sem minnstar. :)
En ég er ekkert sár!! Alveg satt!!! Ég skil þau voða vel. Enda eiga þau að vera dugleg. Nógur tími til að hitta mig!!! ;)
Ég fékk ammælis gjöf. Auður, þessi elska, gaf mér "Bókina um bjórinn" og geisladisk, "Belly Dance"(næ ekki alveg meiningunni með magadans disknum, gæti verið að henni fynnist ég bara með svona magadanslegan maga). Sem ég gleymdi að sækja til hennar í dag. Ég lét hana taka gjöfina í bílinn sinn svo að ég myndi ekki tína henni á Hverfisbarnum. Ætlaði svo að sækja hana til hennar í dag. En gleymdi því eins og asni!!!
Lásuð þið um strákana sem voru teknir á 190 í Ártúnsbrekkunni. Með nokkura vikna eða mánaða gamalt skírteini. Þvílíkir hálfvitar!!!
Og nota bene báðir á bílum frá foreldrum sínum. Allavega annar!! Afhverju eru foreldrar að lána 17 ára börnum fleiri hundruð hestafla bíla. Það er náttúrulega ekki lagi með svoleiðis fólk. Svo ættu náttúrulega að vera reglur um hvað ungir ökumenn mega keyra kraftmikla bíla. Eins gert er með mótorhjól. 17ára krakkar hafa ekkert með að keyra bíla sem eru kraftmeiri en 110hö.
17ára strákar kunna bara ekki rassgat að keyra. Þeir halda það. Ég hélt það nú aldeilis maður, þetta var nú ekki mikið mál. En í dag þegar maður husgar aftur í tíman, ótrúlegt hvað maður gat verið vitlaus ökumaður. Ég hef nú keyrt eins og fífl alla ævi. Verið á kraftmiklum bílum og keyrt þá eins og svín. En maður verður nú aðeins að hugsa. Ég er alveg á því að þeir sem eru að leika sér á bílum með því að keyra svolítið glæfralega, læri töluvert mikið af því. En það verður að gera það á réttu stöðunum. Ekki þar sem er umferð og ekki vera með bílinn fullan af fólki. Og vera með gemsan með sér, svo maður getur hringt ef eitthvað kemur uppá. ;)
Snýst um það að tryggja það að ef eitthað kemur uppá að sem fæstir slasist og skemmdir verða sem minnstar. :)