<$BlogRSDUrl$>

24. júní 2003

Mikið leiðist mér í vinnunni.
Eitt sem er samt soldið skemmtilegt, það er að afgreiða fræga fólkið. Hingað hef ég fengið. Ingibjörgu Sólrúnu, verslaði ekkert, Jóhann Helgason, keypti eldhúsvask, Steinun Ólína og Stefán Karl, versluðu klósett, Sigurjón Kjartansson, sturtuhaus, og svo ótal fréttamenn og sjónvarpsfólk. Að ógleymdri sjálfri Björk, hún verslaði málningu. Gaman að þessu!!! :)

Rosa fín helgi, eins og flestir vita.
Sungum í útskrift hjá Háskólanum. Þar stóð ég á bak við Pálínu og Þóru, sem teljast til frekar stórra kvenmanna, og ég svona tiltölulega eðlilega vaxin. Ef ég var heppinn þá rétt sá ég í hendurnar á Tuma (kórstjóranum, ef einhver vissi það ekki). En þetta tókst alltsaman mjög vel.
En svo var komið að partýi hjá Siggu Fögru (sem er snillingur, nota bene). Mjög skemmtilegt, mamma hennar Siggu er líka snillingur. :)
Enduðum á 22. þar dönsuðum við fæturnar af okkur. Ég held að ég hafi aldrei svitnað svona mikið á ævinni. Það var ógeðslegt!!! Skyrtan mín sem er venjulega blá varð öll dökkblá og rennandi blaut!!!
Mikið grín, mikið gaman!!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?