10. desember 2002
Djöfullinn er þetta, það er ekki nokkur friður. Það er bara pressa á manni að blogga. Ýrr setur mann á dauðalistann ef maður bloggar ekki í nokkra daga. Og ég sem kemst ekki á netið nema að sníkja hjá vinum og vandamönnum. Þetta er svindl!!! Nei, nei þetta er fínt hjá henni Ýr minni. Smá aðhald.
Ég átti nokkuð góða helgi bara. Föstudagskvöldið nokkuð ómerkilegt. Náði þó að plata Bjössa vin minn til að elta mig á selfoss til að skila Subarunum hans pabba.
Fór svo í ammæli í Hveragerði á laugardagskvöldið til hennar Bryndísar Kaffi Krúsar gellu. Endalaust gaman, frítt áfengi, þið getið rétt ímyndað ykkur. ;)
Kom ekki heim (á selfoss) fyrr en kl. 0600 um morgunin. Djöfull fínt. Svo var laufabrauð hjá mömmu á sunnudag. Sérdeilis prýðilegt. Doldil þynnka!!
Ég á lítinn frænda sem heitir Óðinn og er þriggja. Hann ætlar að vera Iðntæknifræðingur þegar hann verður stór. Hann er bara snillingur.
Svo kíkti ég á Siggu Hörpu vinkonu mína á sunnudagskvöldið og við hengdum upp jólaseríur í gluggana hjá henni og hlustuðum á jólalög á meðan. Frekar kósí bara.
Vonandi dugar þetta til að taka mig af dauðalistanum hennar Ýrar!!!
Ég átti nokkuð góða helgi bara. Föstudagskvöldið nokkuð ómerkilegt. Náði þó að plata Bjössa vin minn til að elta mig á selfoss til að skila Subarunum hans pabba.
Fór svo í ammæli í Hveragerði á laugardagskvöldið til hennar Bryndísar Kaffi Krúsar gellu. Endalaust gaman, frítt áfengi, þið getið rétt ímyndað ykkur. ;)
Kom ekki heim (á selfoss) fyrr en kl. 0600 um morgunin. Djöfull fínt. Svo var laufabrauð hjá mömmu á sunnudag. Sérdeilis prýðilegt. Doldil þynnka!!
Ég á lítinn frænda sem heitir Óðinn og er þriggja. Hann ætlar að vera Iðntæknifræðingur þegar hann verður stór. Hann er bara snillingur.
Svo kíkti ég á Siggu Hörpu vinkonu mína á sunnudagskvöldið og við hengdum upp jólaseríur í gluggana hjá henni og hlustuðum á jólalög á meðan. Frekar kósí bara.
Vonandi dugar þetta til að taka mig af dauðalistanum hennar Ýrar!!!