<$BlogRSDUrl$>

1. september 2002

Jæja, helgin að verða búin.

Föstudagur: Hvað gerði ég á föstudagskvöld?? hmmm, ég bara man það ekki, jú alveg rétt. Við Lára klára fórum á rúntinn. Hún kann að rúnta stelpan! Það er alveg ljóst. Fórum bara snemma heim.
Vaknaði eldhress á laugardag. Fór í "system bolaget" (ríkið). Tók svo til fyrir partýið sem ég hélt um kvöldið. Fékk mér svo bjór og beið eftir að fókið streymdi að. Biggi, Ýrr og Hákon komu fyrst. Svo kom Sigga ofurbeib með Signýu ofurbeibu með sér og með þeim Andrés töffari úr ölfusinu. Svo komu, ekki í réttri röð, Hóa, Heba og vinkona hennar, Auður sæta með Tinnu með sér, Gauji og vinur hans frá selfossi, Lára gella, Hrefna og þrjár ungar stúlkur með henni. Svo sá ég bregða þarna fyrir stelpu sem ég man ekkert hvað heitir eða hvaðan hún kom, minnir að hún hafi komið á vegum Ýrar. Síðan fylltist húsið af hressum strákum úr næsta húsi, mjög fínt bara. Eldhressir strákar. Svo var strunsað niður í bæ. Og haldið rakleiðis á Celtic Cross. Sem var mjög gaman, og þar dönsuðum við af okkur fæturna. Þar vorum við má segja alla nóttina. Við Sigga, Signý og Hákon fórum eitthvað niður í bæ svona undir lokin, en það endaði bara með því að stelpurnar fóru heim og ég fór aftur á Celtic, en þar var engin nema Lára, hitti svo Ýrr, Gauja og Hákon fyrir utan. Þá var bara strunsað heim.

Sunnudagur: Vaknaði um kl. 12:30 með hausverk dauðans. Horfði smá á Formúluna, tók allar tómu bjór og vín flöskurnar og henti þeim. Merkilegt, það var ekki neitt áfengi eftir í húsinu. Það er frekar óalgengt. Alltaf er eitthvað sem fólk skilur eftir, og nær ekki að klára áður en farið er bæinn. En ekki við, nei. Ekki meðlimir Háskólakórsins og þeirra vinir. Drykkjuhrútar allir með tölu!!! Hikk!!!! ;)
Skutlaði svo fötunum og meik dótinu hennar Siggu til hennar aftur. Hún gerir þetta soldið, að skilja föt eftir hingað og þangað. Ég held bara að hún vilja flytja til mín. Þetta var ekki bara eitt "fat" þetta var pils og peysa og skór. Hún er svakaleg hún Sigga. En við elskum hana öll. Það er ekki hægt annað. Frábær!!!
Fæ ég ekki prik fyrir þetta, Sigga? ;)
Svo reyndi ég að fá einhvern með mér á American Style, það endaði þannig að ég fór einn. Kíkti svo á Gústav, hann og bróðir hans voru eitthvað að tölvunördast. Hékk yfir þeim í smá stund. Fór svo heim, Gosi var orðinn svangur greyið. og hér er ég!!! Og nenni ekki í vinnuna á morgun. Djöfull vildi ég að maður þyrfti ekki að vinna. En vinnan göfgar manninn er það ekki? Það sögðu þeir í gamla daga.

Þetta var sneisa góð helgi!!!!
Gleðilega vinnuviku!!!!!!!!!!!

31. ágúst 2002

Hljómsveitin Dúndurfréttir!!! Þvílíkir snillingar!!!
Ég fór á Gaukinn á fimmtudagskvöld, ásamt Bigga, Hákoni, Ýrr og Láru, að sjá Dúndurfréttir. Ekki í fyrsta skipti, að vísu.
Fyrir þá sem ekki vita, þá spila þeir Pink Floyd, Led Zeppelin og Deep Purple. Kemur fyrir að það slæðist inn Uriha Heep lag.
Að vísu vantaði Matta söngvara, en þá slepptu þeir bara erfiðustu Pink Floyd lögunum og spiluðu bara meira Zeppelin og Purple.
Það fannst mér ekki verra. Led Zeppelin er búin að vera ein af mínum uppáhalds hljómsveitum síðan ég var 15 eða eitthvað álíka.
Þetta eru bara snillingar!!

Jæja, ég sagði upp vinnuni í dag. Sem er mjög gott. Þarf að vísu að vinna eitthvað lengur, allavega þangað til hann finnur annan mann. Helst hefði ég
viljað hætta í dag. En ég verð í fríi eitthvað í næstu viku, við Gústav ætlum á Gæsaskitterí. Gaman, gaman!!!! :)

Flöskudagar eru alltaf góðir dagar!!!!!!! Góða helgi!!!!!!!!!!!

29. ágúst 2002

Jæja, komst loksins inná þetta helv..net. Getur verið dauði og djöfull að komast inn.
Ég fékk snilldar símtal á föstudaginn, það var verið að bjóða mér vinnu. Haldiði ekki að Húsasmiðjan hafi ekki hringt í mig og beðið mig um að koma aftur.
Þvílík snilld!!! Held bara að ég taki boðinu. Það er allt skárra en það sem ég er í núna.
Djöfull getur maðurinn sem ég er að legja af verið leiðinlegur. Hann hringdi í mig um daginn og sagði mér að hann hefði verið að taka eitthvað af dóti sem hann á í íbúðini, sem er í góðu lagi. Nema að svo segist hann hafa kíkt í ískápinn hjá mér!!! Sagði að það þyrfti að fara affrysta hann. Jú jú hann á nú ískápinn. En mér er alveg sama. Mér finnst þetta bara vera innrás á einkalífið. Labbandi um og kíkjandi í ísskápinn hjá manni. Hvað veit maður nema að hann hafi kíkt í fleiri skápa en þennan. Ekki nóg með það. Nokkrum dögum seinna hringir hann og segir mér að hann sé búinn að fá 20 millj.kr. tilboð í húsið. Segir svo "hvað getur þú verið fljótur út". Helv... fíflið!! Hann er ekki hættur. Hringir aftur í gær og spyr mig hvort ég sé búinn að affrysta ískápinn og hvort ég sé búinn af finna mér húsnæði. Það liðu ca. 3 dagar á milli símtala. Þessi maður er náttúrulega ekki í lagi. Hann er í einhverjum pabba leik við mig. Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér, þá er það svona eftirrekstur. Þoli það ekki!!! aaaaaaarrrrg!!!!!!
Þoli ekki heldur vondar aulýsingar. T.d Brazza auglýsingarnar. Einhverjar matarleifar sem tala inní ísskáp. VONT!!!!!!!

Gott í bili!!!!!!!!!

27. ágúst 2002

Mánudagur, mánudagur, mánudagur, mánudagur, mánudagur, mánudagur, það vita allir hvernig mánudagar eru. Þeir eru yfir höfuð leiðinlegir.
Ég hef ekkert að segja. Nema að mig vantar enþá húsnæði. Er samt að spá í að reyna að kaupa mér bara. Held að það sé sniðugast í málinu. Allavega mjög skynsamlegt.

26. ágúst 2002

Þetta var hin fínasta helgi. Vaknaði tiltölulega snemma á laugardaginn, ca.11:00. Fór uppí skúr og þreif broncoinn og bónaði. Hefur ábyggilega aldrei verið bónaður greyið.
Kíkti svo í smá göngutúr með Guðrúnu Helgu, sem á Akiru, sem er systir hans Gosa. Fórum uppað Rauðavatni.
Svo um kvöldið fór ég á magnaða blústónleika á selfossi. Ég, Biggi, Hákon, Gústav og Emilía. Hittum Gauja á tónleikunum. Snilldar tónleikar. Blúsmenn Andreu og Halldór Bragason, (Dóri úr Vinir Dóra). Og auðvitað snillingurinn hann Guðmundur Pétursson á gítar. Andrea er bara ótrúleg, það finnst ekki orð yfir það hvað hún er góð í að syngja blús. Hún er bara drottning.
Það þarf ekki að segja nokkrum manni að Gummi Pé klikkar ekki. Þvílíkur snillingur. Hann er gítarleikari á heimsmælikvarða, og miklu meira en það. Ég get ekki fundið neinn gítarleikara sem ég get borið saman við hann. Hann er ótrúlegur. Hann fær mann til að leggja gítarinn á hilluna. Það er ekki hægt að verða svona góður. úff!!!
Ég ætlaði nú aldeilis að fara á djammið á eftir maður, en þegar við loksins komumst í bæinn, eftir að hafa farið í "Pullarann" á selfossi og keypt sér "hamborgara með öllu nema sýrðum" og fengið þá lélegstu þjónustu sem ég hef nokkurntíman fengið í Pullaranum, þá var ég svo syfjaður að ég gat ekki haft mig í það að fara á djammið. Samt hringdi ég nú Auði sem vildi endilega að ég kæmi á Kaffibarinn til þeirra. Það er mjög erfitt að neita svona sætri og skemmtilegri stelpu eins og henni Auði. En syfjan var yfirsterkari djammlönguninni. Og ég fór bara að sofa. Þvílíkur aumingji.
En slapp þá við þynnku á sunnudag. Sem er mjög gott. Ég vaknaði auðvitað við helv.... kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju. Ég þoli ekki þessar djöfuls klukkur. Þær eru einfaldlega bara djöfullegar.
Náði nú samt að sofna aftur. Við Ýrr og Auður (Ýrarsystir) fórum svo og fengum okkur McDonalds, skutluðum svo Auði til vinkonu sinnar. Fórum og tókum okkur DVD, varð Moulin Rouge fyrir valinu. Var nefnilega ekki búinn að sjá hana. Flott mynd maður. Argasta snilld. Svo fór Ýrr í bíó. Ég kláraði myndina einn. Endaði daginn hjá Siggu Hörpu í heimsókn og að skoða litla kettlingin hennar, hann Herkúles. Rosa fínn.
Jæja þetta er orðið gott. Ég held að mitt vandamál verði að ég eigi eftir að skrifa of mikið. Fólk nennir ekki að lesa þetta. Þá er nú tilgangurinn engin.
En skítt með það!!!!!!!!!! :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?