7. september 2002
Nú geri ég bara eins og Ýrr. Arrrrgh og pirrrrr og helvíti. Ég var búinn að skrifa rosa fína ferðasögu handa ykkur. Ég og þrír aðrir fórum nefnilega á Gæsa og Andaskitterí í vikunni. En fíflin og fyllibytturnar fyrir neðan mig settu eitthvað í sambandi hjá sér sem orsakaði að rafmagnið sló út. Og öll ferðasagan datt út.
Ég skrifa hana bara einhverntímann seinna þegar ég nenni því og hef tíma. Ég og Emilía erum að fara með Argos og Flugu í hundagöngu. Við ætlum að hittast nokkrir Weimaraner eigendur.
Ég skrifa hana bara einhverntímann seinna þegar ég nenni því og hef tíma. Ég og Emilía erum að fara með Argos og Flugu í hundagöngu. Við ætlum að hittast nokkrir Weimaraner eigendur.