<$BlogRSDUrl$>

3. desember 2002

Þú heldur það Ýrr mín!!! Hér er komið næsta blogg!!! Múhahahaha!!!!!!!

Þessi helgi var nú nokkuð róleg. Við (Biggi, Ýrr og Hákon) gerðum heiðarlega tilraun til að fara að sjá Bond, James Bond. Uppselt!! Djöfuls!!
Sátum í staðin í einhverjum sófa í Vetrargarðinum í Smáralindinni og horfðum í kringum okkur. Fórum svo á videóleiguna og skoðuðum nokkrar myndir en ákváðum að við værum of þreytt til að horfa á video. Fórum bara heim að sofa. Vann svo frá 10-18 á laugard. Kíkti svo aðeins á Jólahlaðborð hjá Húsasmiðjunni nánar tiltekið klukku búðunum. Fór svo bara heim að sofa. Vaknaði eldhress á sunnudags morguninn og fór með Gosa í göngutúr. Hittum svo hluta af Weimaraner klúbbnum, sem var annsi gaman. Það voru tveir 4mánaða hvolpar þar með. Ótrúlega sætir. Gosi var einu sinni svona lítill og sætur, núna er hann bara sætur. ;)
Svo rétt náði ég uppí Háskóla til að fara syngja í "úbartið". Tókst nokkuð vel. Svo fór ég að vinna til kl. 18:00.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?