<$BlogRSDUrl$>

20. apríl 2003

Úfff!!! Erfiðir, en skemmtilegir páskar. Sænski kórinn er í heimsókn, sem við heimsóttum í fyrra. Þau komu á miðvikudaginn og strax um kvöldið var haldin móttökusamkoma í Stúdentakjallaranum. Sem tókst mjög vel í alla staði. Þóra ofursópran kom með hljómsveitina sína, sem heitir Þel, og söng fyrir okkur nokkur lög, þar með talið eitt sænskt. Sigga Víðis plataði fólk í að taka þátt í ansi skemmtilegum leik. Þar sem ég sýndi hæfileika mína í að leika hest. Og vill ég þakka henni Guðrúnu Katrínu fyrir að veita mér innblástur í það. Án hennar hefði ég aldrei vitað hvernig hestur hagar sér þegar hundur geltir að honum!!! ;) Og Gunnar tenór sýndi snilldar takta í að leika hund. Og vill ég þakka honum sérstaklega fyrir það!! Nú svo var drukkið eins og okkur er von og vísa!!! Svo var smalað í partý, bæði heim til Unnar, sem var ekki heima, en engu að síður var haldið partý þar, og Þóra ofursópran bauð heim til sín nokkrum aðilum. Allt saman verí næs!!
Daginn eftir var farið í rútuferð um reykjavík, þar sem Lára Klára sýndir takta sem upprennandi leiðsögumaður. Munaði ekki um að bregða fyrir sér ensku, norsku og íslensku. Sagði okkur frá því að við ættum bara eina bitch á íslandi (átti að vera beach (nauthólsvíkin)). Semsé við íslendingar eigum bara eina tík!! Sem er mjög gott!! Einhver sagði að hún (tíkin) byggi hjá forsetanum á Bessastöðum. Sem var frekar illa sagt, en vel meint!!! Eftir það fóru þau á hestbak á vegum Íshesta og fengu Diploma fyrir það!! Þá um kvöldið virtist sem flestir fengu að borða hjá gestgjöfum sínum. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að fá að borða hjá Önnu sópran. Sem eldaði þessa líka dýrindis fiskisúpu, og bakaði brauð með. Kvöldið endaði með því að það varð 30 manna partý hjá Önnu. Spilað á gítara og sungið eitthvað fram eftir kvöldi.
Daginn eftir fótum við í laugardalslaugina, sem var opin þrátt fyrir Föstudaginn þreytta, vorum þar í 3 tíma að ég held. Þeim fannst það æðislegt!!. Farið út að borða á Sólon um kvöldið og auðvitað setið og staðið að sumbli fram eftir nóttu. Eins og lög gera ráð fyrir!!
Dagurinn í dag: Tónleikar kl.17:00 sem tókust í alla staði vel, hjá þeim allavega. Við vorum náttúrlega ekki með nema brot af kórnum og óæfð og þunn í þokkabót. En við komumst held í tiltölulega klakklaust frá þessu. En þau voru mjög góð. Var ekki eins mikið um sænska drykkjusöngva í prógramminu hjá þeim núna og síðast. En þeir voru á milli auðvitað, þetta eru Svíar!! Svo var báðum kórunum boðið í partý í Gamla Garð af einhverjum Ítölum sem Anna sópran þekkir. Það var fínt, en mannskapurinn frekar þreyttur. Á morgun förum við með þau í rútu til að skoða þetta týpiska, Þingvelli, Geysi, Gullfoss og Kerið. Ég ætla með þeim og draga þau með mér ofaní gamalt eldfjall á leiðinni.
Góða nótt!!!!

16. apríl 2003

Jæja, hvernig lýst ykkur á? Nýtt útlit!! Gat það alveg sjálfur. Er samt ekki alveg sáttur við Commentsin.
Ætla líka að setja fleiri linka inn!!

?????

I am the number
2
I am friendly

_

what number are you?

this quiz by orsa


// posted by �engill @ 16.4.03
HEITT SÚKKULAÐI!! Er það gott eða vont?? :)

What Drink Are You?
What Drink Are You?


// posted by �engill @ 16.4.03

15. apríl 2003

Ég er kominn í páskafrí ligga ligga lái!!!! yes, yes, yes!!! :) Þarf ekki að mæta í vinnuna fyrr en á þriðjudag!!! :)

// posted by �engill @ 15.4.03

14. apríl 2003

Þetta var nú ekki merkileg helgi. Gerði ekki neitt. Vann á laugardag til eitt. Hjálpaði svo bróður mínum að ná í húsgögn fyrir fermingu á sunnudeginum. Gerði ekkert um kvöldið annað en að horfa á sjónvarpið og reyndi að fá eitthvað fólk út á kaffihús, en ekkert gekk. Allir að byrja í prófum og þessháttar. Nú fór svo í ferminguna á sunnudeginum. Borðaði auðvitað yfir mig eins og lög gera ráð fyrir í veislum. Var þar langt fram eftir kvöldi. Þá var þessi aldeilis fjöruga helgi búin.
En svo er Svíarnir að koma á miðvikudaginn. Og ef ég þekki minn kór rétt þá verður ekki dregið úr drykkju þessa helgi!! ;)

// posted by �engill @ 14.4.03

This page is powered by Blogger. Isn't yours?